1161. fundur

22.02.2018 00:00

1161. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22.febrúar 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Stapaskóli (2016110190)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

2. Beiðni um viðbótarfjármagn vegna aukinnar þjónustu við fatlað barn (2018010016)
Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu og lagði fram minnisblað. Málinu frestað.

3. Breytingar á húsnæði (2016080203)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 9.200.000,- og er fjárhæðin tekin af bókhaldslykli 21011.

4. Íbúasamráð í sveitarfélögum (2018020214)
Lögð fram handbók um íbúðasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa.

5. Áfangastaðaáætlun Reykjaness (2018020210)
Drög að áfangastaðaáætlun er lögð fram.

6. Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga (2018020227)
Lagt fram.

7. Vetnisbílar (2018020237)
Lagt fram.

8. Tillaga að nýju nafni - beiðni um umsögn (2018020250)
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir um framkomnar tillögur um nafnið Suðurnes.

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. febrúar 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.

10. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. mars 2018.