1162. fundur

01.03.2018 00:00

1162. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 1. mars 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.

1. Fráveita Smáratún - Hátún (2018020351)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð hafnar tilboðunum.

2. Beiðni um viðbótarfjármagn vegna aukinnar þjónustu við fatlað barn (2018010016)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu allt að 35 m.kr. og er fjárhæðin tekin af bókhaldslykli 21011.
Sveitarfélagið mun veita alla þá þjónustu sem skilgreind er í lögum og eru starfsmenn sveitarfélagsins að sinna þeirri þjónustu allan sólarhringinn. Sú hjúkrunarþörf sem þörf er á þess utan fellur að mati sveitarfélagsins ekki innan þess ramma sem telst til starfa félagsliða eða ófaglærðra starfsmanna.

3. Viðbótarfjárveiting vegna vistunar í Vinakoti (2018020298)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Málinu er frestað.
Bæjarstjóra er falið að afla nánari upplýsinga og leggja fram minnisblað um aðra valkosti og kostnaðarmat.

4. Erindi frá íbúa á Ásbrú - óviðunandi slysagildrur (2018020346)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Erindinu er vísað til umhverfissviðs.

5. Hluthafafundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 2. mars 2018 (2018020334)
Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

6. Hluthafafundur EFF 5 ehf. 2. mars 2018 (2018020336)
Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

7. Aðalfundur HS Veitna 19. mars 2018 (2018020271)
Bæjarráð samþykkir að HS Veitur kaupi eigin bréf fyrir 500 m.kr. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

8. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Bernhard ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Bogatröð 1 (2018010317)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
a. Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál.
b. Tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál inn í dagskrá:

10. Stapaskóli (2016110190)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Jón Ingi Benediktsson, innkaupastjóri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Bæjarráð, sem jafnframt er byggingarnefnd Stapaskóla, hafnar öllum tilboðum í verkið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. mars 2018.