1163. fundur

08.03.2018 00:00

1163. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. mars 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, áheyrnarfulltrúi og Ásbjörn Jónsson, ritari.

1. Stapaskóli (2016110190)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að farið verði í samkeppnisútboð milli þeirra sem buðu upphaflega í verkið.

2. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum við A-deild lífeyrissjóðsins Brúar (2018030051)
Bæjarráð samþykkir að greiða hluta af uppgjöri lífeyrisskuldbindinga SSS við A-deild lífeyrissjóðsins Brú að fjárhæð kr. 13.733.227.- og er hún tekin af bókhaldslykli 21011.

3. Breytingar á mannvirkjalögum (2018030015)
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

4. Forkaupsréttur vegna sölu á Drífu GK-100 (2018020375)
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.

5. Staða heilbrigðismála á Suðurnesjum - opinn fundur 6. apríl 2018 (2017100148)
Fundarboð lagt fram.

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar A Bernhard ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Vallargötu 6 (2018020030)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar CRF24 ehf. um breytingu á leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 28 (2018020034)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

8. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
a. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál.
http://www.althingi.is/altext/148/s/0264.html
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. mars 2018.