1164. fundur

15.03.2018 00:00

1164. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. mars 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fráveita Smáratún - Hátún (2018020351)
Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð hafnar tilboðunum.

2. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 23. mars 2018 (2018020227)
Fundarboð lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

3. Erindi Akstursíþróttafélags Suðurnesja um styrkveitingu eða niðurfellingu fasteignagjalda (2018030140)
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignagjöldum til handa Akstursíþróttafélagi Suðurnesja vegna Smiðjuvalla 6 nh.

4. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (2016050117)
Lagt fram.

5. Handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum (2018020214)
Lagt fram.

6. Ráðstefna um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku allra 11. - 13. júní 2018 (2018030090)
Lagt fram.

7. Vatnsverndarmál á Suðurnesjum (2018030104)
Bókun frá fundi heilbrigðisnefndar Suðurnesja 1. mars 2018 lögð fram.

8. Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 2. febrúar og 9. mars 2018 (2018030149)
Fundargerðirnar lagðar fram.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 1. mars 2018 (2018010428)
Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð tekur undir hvatningu þess efnis að nefnd skv. 8 gr. laga um stjórn vatnamála verði virkjuð.

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 7. mars 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 7. mars 2018 (2018030150)
Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 9. mars 2018 (2018020059)
Fundargerðin lögð fram.

13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hestamannafélagsins Mána um tækifærisleyfi (2018030143)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

14. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)

a. Tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál.
b. Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál.
c. Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál.
Bæjarráð Reykjanesbæjar telur rétt að í þessari vinnu verði einnig litið til sveitarfélaga þar sem íbúum fjölgar meira en 1,5% á ári.
Það er gert á hinum Norðurlöndunum og slík svæði skilgreind sem vaxtarsvæði á meðan þannig varir.
Íbúum á Suðurnesjum fjölgar nú hraðar en annars staðar á landinu, eða um 7% á ári, sem er langt umfram landsmeðaltal, með tilheyrandi þörf á innviðauppbyggingu og eflingu stofnana bæði ríkis og sveitarfélaga.
d. Tillaga til þingsályktunar um frelsi á leigubifreiðamarkaði, 201. mál.
e. Frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál.

Lagt fram.

15. Þróun launa- og aksturskostnaðar 2014 - 2018 (2018030163)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. mars 2018.