1165. fundur

22.03.2018 00:00

1165. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. mars 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Stapaskóli (2016110190)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, Jón Ingi Benediktsson, innkaupastjóri, Dagmar Sigurðardóttir, yfirlögfræðingur Ríkiskaupa, Hildur Georgsdóttir, lögmaður Ríkiskaupa mættu á fundinn en Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs var í símasambandi við fundinn.
Starfsmenn Ríkiskaupa gerðu grein fyrir stöðu málsins.

2. Persónuverndarstefna Reykjanesbæjar (2018030253)
Bæjarráð vísar persónuverndarstefnu Reykjanesbæjar til bæjarstjórnar.

3. Gagnamagnstengingar í Reykjanesbæ (2018030260)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

4. Beiðni um aukafjárveitingu vegna reksturs Landnámsdýragarðsins (2018030234)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 5.000.000,- vegna reksturs Landnámsdýragarðsins við Víkingaheima og er fjárhæðin tekin af bókhaldslykli 21011.

5. Stefnumótandi áætlun í byggðamálum 2018-2024 (2018030220)
Lagt fram.

6. Vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 23. mars 2018 (2018030238)
Fundarboð lagt fram

7. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 22. febrúar 2017 (2015020131)
Fundargerð lögð fram ásamt bókun Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja frá 22. febrúar sl.

8. Fundargerð tengiliðahóps um opinber innkaup 2. mars 2018 (2018030249)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerðir stjórnar og fulltrúaráðs Öldungaráðs Suðurnesja 12. mars 2018 (2018010210)
Fundargerðir lagðar fram.

10. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 13. mars 2018 (2018010222)
Fundargerð lögð fram.

11. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar McRent Iceland ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Smiðjuvöllum 5a (2018030057)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. apríl 2018.