1166. fundur

05.04.2018 00:00

1166. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. apríl 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Gunnar Þórarinsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Sala á Seylubraut 1 (2016100049)
Bæjarráð hafnar framlögðum kauptilboðum.

2. Bílastæði við æfingasvæði Keflavíkur (2018040003)
Bæjarráð samþykkir að Knattspyrnudeild Keflavíkur fái umráð yfir bílastæðum við æfingasvæði deildarinnar fyrir aftan Reykjaneshöllina fram til 1. maí 2019.

3. Forkaupsréttur vegna sölu á Pálínu Ágústsdóttur GK-54 (2018030376)
Bæjarráð staðfestir ákvörðun bæjarstjóra að falla frá forkaupsrétti.

4. Aðalfundur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi 5. apríl 2018 (2018030339)
Fundarboðið lagt fram. Bæjarráð felur Hirti Zakaríassyni að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 15. desember 2017 (2017020072)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. janúar, 23. febrúar og 23. mars 2018 (2018030416)
Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 29. janúar 2018 (2015020131)
Fundargerðin lögð fram.

8. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar HB ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Njarðarbraut 1 (2017120253)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Reykjanesbæjar f.h. grunnskólanna um tækifærisleyfi (2018030400)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
a. Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.
b. Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál inn í dagskrá:
11. Nafn á nýjan leikskóla á Ásbrú (2018040042)
Alexander Ragnarsson, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir og Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, fulltrúar í fræðsluráði, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, ásamt Helga Arnarsyni, sviðsstjóra fræðslusviðs mættu á fundinn.
Á fundinum var kosið um nafn skólans. Nafnið verður kynnt þann 11. apríl nk.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:04. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. apríl 2018.