1172. fundur

17.05.2018 00:00

1172. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. maí 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Stapaskóli (2016110190)
Byggingarnefnd samþykkir að fela verkefnastjórn að yfirfara hönnurforsendur skólans.

2. Viðauki við samning um uppbyggingu, skipulag og makaskipti á landi á Nikel svæði (2018050231)
Málinu frestað.

3. Viðbótarfjárveiting vegna vistunar í Vinakoti (2018020298)
Minnisblað lagt fram.

4. Stefnumótun í öldrunarþjónustu (2017090256)
Bæjarráð vísar drögum að stefnu í málefnum eldri borgara í Reykjanesbæ 2018-2028 til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5. Atvinnu- og þróunarsvæði á Miðnesheiði (2016050195)
Lagt fram bréf frá samráðshópi frá 15. maí 2018.

6. Áskorun frá Pírötum í Reykjanesbæ um sameiginlegan framboðsfund (2018050193)
Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir að leggja til húsnæði og aðstöðu fyrir sameiginlegan framboðsfund allra framboða til væntanlegra bæjarstjórnarkosninga, komi framboðin sér saman um slíkan fund.

7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 9. maí 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. júní 2018.