1174. fundur

31.05.2018 00:00

1174. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. maí 2018 kl. 09:00.

Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Þór Jakobsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari.

1. Viðauki við samning um uppbyggingu, skipulag og makaskipti á landi á Nikel svæði (2018050231)
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

2. Leigusamningur vegna Klapparstígs 7 (2018050371)
Bæjarráð samþykkir leigusamninginn vegna Klapparstígs 7 við Húsfélagið Klapparstíg 7, AA-samtökin.

3. Stuðningur við tækninotkun kennara í Heiðarskóla - ósk um aukafjárveitingu (2018050327)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að fjárhæð kr. 3.500.000,- til tímabundinnar ráðningar starfsmanns sem hefur það hlutverk að styðja við kennara með því að finna leiðir til að koma aukinni tækni inn í kennslustundir með markvissum hætti. Fjárhæðin er tekin út af bókhaldslykli 21011.

4. Styrkir til greiðslu fasteignagjalda (2018050388)
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra. Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

5. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja við Brú, lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga (2018030051)
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að fjárhæð kr. 4.214.661,- til greiðslu á samkomulagi um uppgjör Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Fjárhæðin er tekin út af bókhaldslykli 21011.

6. Fundargerðir stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 27. apríl og 23. maí 2018 (2018030149)
Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 23. maí 2018 (2018020059)
Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð tekur undir athugasemdir stjórnar Heklunnar varðandi lækkun framlags Ferðamálastofu til MR 2018-2020 og telur að framlagið sé óásættanlegt. Bæjarráð styður ákvörðun stjórnar Heklunnar um að leggja fram stjórnsýslukæru.

8. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 28. maí 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá:

9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. maí 2018 (2018030416)
Fundargerðin lögð fram.

10. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál.
Lagt fram.

Þar sem um er að ræða síðasta bæjarráðsfund núverandi kjörtímabils þakka bæjarráðsmenn ánægjulegt og árangursríkt samstarf.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. júní 2918.