1179. fundur

19.07.2018 00:00

1179. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. júlí 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Margrét Ólöf A Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stapaskóli (2016110190)
Verkefnastjórn mætti á fundinn, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og gerðu grein fyrir stöðu málsins. Breytingartillögur lagðar fram til kynningar.

2. Stapaskóli – sparkvöllur (2016110190)
Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir á sparkvelli. Fjármunir teknir út af bókhaldslykli 31-107. Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um kostnað.

3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 12. júlí 2018 (2018010164)
Sveinn Númi Vilhjálmsson, verkfræðingur umhverfissviðs, mætti á fundinn.
Fimmti liður í fundargerðinni, Grænásbraut 910 og 913 - Breytingar á lóðum (2018070036), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Sjötti liður í fundargerðinni, Sjávargata 6 - Niðurstaða grenndarkynningar (2018040058), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu, frestað.
Sjöundi liður í fundargerðinni, Suðurvellir 16 - Niðurstaða grenndarkynningar (2018030102), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Níundi liður í fundargerðinni, Reynidalur 2 - Breyting á deiliskipulagi (2018060181), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tíundi liður í fundargerðinni, Hringbraut 64 - Breyta bílskúr í íbúð (2018060183), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tólfti liður í fundargerðinni, Brekadalur 57 - Fyrirspurn ( 2017100054), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Fjórtándi liður í fundargerðinni, Bergvegur 14 - Ósk um stækkun (2018060192), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Fimmtándi liður í fundargerðinni, Jarðvangur - Þróunarsamningur (2018070041), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu, frestað.
Sextándi liður í fundargerðinni, Pósthússtræti 5 - 9 - Breyting á deiliskipulagi (2018070042), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu. Kjartan Már Kjartansson vék af fundi. Samþykkt 5-0 að grenndarkynning eigi sér stað en að kynningu lokinni verður málið tekið aftur upp í bæjarstjórn.
Sautjándi liður í fundargerðinni, Seltjörn - Deiliskipulag (2018070043), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Nítjándi liður í fundargerðinni, Víkurbraut 21-23 - Breyting á deiliskipulagi (2017090121), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti og fyrsti liður í fundargerðinni, Flugvellir 2-4 - Fyrirspurn (2018040046), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti og annar liður í fundargerðinni, HS veitur - Strenglögn, tilkynning (2018070051), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti og þriðji liður í fundargerðinni, HS veitur - Vegslóði meðfram hitaveitulögn (2018070064), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Tuttugasti og fjórði liður í fundargerðinni, Sundhöll Keflavíkur - Matsskýrsla (2016010192), matsskýrslan lögð fram.
Tuttugasti og sjötti liður í fundargerðinni, Móavellir – Umsókn um framkvæmdarleyfi (2018070089), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 5-0.
Fundargerðin samþykkt 5-0 að öðru leyti.

4. Rekstraruppgjör maí 2018 (2018040368)
Lagt fram.

5. Stækkun Keflavíkurflugvallar – matsáætlun (2018070127)
Lagt fram til kynningar.

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar UFS Tourism ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki III að Tjarnarbraut 24 (2018060009)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.