1180. fundur

26.07.2018 08:00

1180. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12  þann 26. júlí 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir:  Guðbrandur Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Margrét Ólöf A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Sjávargata 6 - Niðurstaða grenndarkynningar (2018040058)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir erindið 3-2.

2. Jarðvangur - Þróunarsamningur (2018070041)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir þróunarsamninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

3. Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga 2018 (2018050094)
Lögð fram boðun til XXXII. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

4. Vatnsneshúsið og lóð (2015020389)
Erindi hafnað.

Bæjarráð samþykkti að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá:
5. Stapaskóli – sparkvöllur (2016110190)
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti málið. Fjármunir teknir út af bókhaldslykli 31-107. Bæjarráð samþykkir fjárveitingu allt að kr. 25.000.000.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.