1181. fundur

02.08.2018 00:00

1181. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 2. ágúst 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2019 - fjárhagsrammar (2018070011)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir framlagða ramma og 13% framlegð fyrir bæjarsjóð.

2. Samningur milli Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar (2018040283)
Þórey I. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir lánasamninginn samhljóða.

3. Upplýsingatæknistefna Reykjanesbæjar - minnisblað (2018040381)
Bæjarráð samþykkir skipun vinnuhóps sem mun yfirfara fyrirliggjandi tillögur um upplýsingastefnu Reykjanesbæjar. Eftirtaldir aðilar voru skipaðir í vinnuhópinn: Andri Örn Víðisson, Davíð Örn Óskarsson, Kjartan Már Kjartansson og Magnús B. Hallbjörnsson.

4. Nýtt bardagahús í Reykjanesbæ (2018010072)
Frestað.

5. Endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar (2018070226)
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við RR ráðgjöf um endurskoðun á stjórnskipulagi Reykjanesbæjar. Bæjarstjóra falið að ganga frá samninginum.

6. Baugholt 6a - niðurrif á skúr (2018070228)
Bæjarráð samþykkir erindið.

7. Aðalfundur Tjarnargötu 12 ehf. 9. ágúst 2018 (2018070206)
Fundarboð lagt fram. Formanni bæjarráðs falið að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

8. Umsagnarmál í samráðsgátt Stjórnarráðsins (2018020015)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.