1182. fundur

16.08.2018 00:00

1182. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. ágúst 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Nýtt bardagahús í Reykjanesbæ (2018010072)
Jón Ingi Benediktsson innkaupastjóri og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

2. Staða framkvæmda 2018 (2018080165)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að nýta 25 milljónir af óráðstöfuðu á bókhaldslykli 31-600 til að fara í lagfæringar á Hafnargötu. Öðrum atriðum frestað.

3. Samkomulag um uppgjör við Munck Íslandi ehf. vegna Stapaskóla (2016110190)
Bæjarráð samþykkir að greiða kr. 1.900.000 í uppgjör á málskostnaði og skaðabótum vegna úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2018.

4. Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja (2018080157)
Lagt fram.

5. Beiðni um styrk frá Foreldrafélagi Myllubakkaskóla (2018080176)
Bæjarráð frestar erindinu.

6. Aðalfundur Nesvalla íbúða ehf. 20. ágúst 2018 (2018080150)
Fundarboð lagt fram. Formanni bæjarráðs er falið að mæta á fundinn, fara með atkvæði Reykjanesbæjar og samþykkja tillögu er varðar breytingar á samþykktum félagsins.

7. Aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 27. ágúst 2018 (2018080138)
Fundarboð lagt fram.

8. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 7. - 8. september 2018 (2018080152)
Fundarboð lagt fram.

9. Ný stofnun fyrir verndarsvæði - kynningarfundir um drög að frumvarpi (2018080141)
Lagt fram.

10. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 8. ágúst 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.

11. Ársskýrsla og ársreikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2017 (2018080077)
Lagt fram.

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hótels Grásteins ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Bolafæti 11 (2018070085)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Kaffi Duus ehf. um tækifærisleyfi (2018080033)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerð fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. ágúst 2018.