1184. fundur

30.08.2018 00:00

1184. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 30. ágúst 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir:  Friðjón Einarsson formaður, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Gunnar Þórarinsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Hugmyndir ungmennaráðs - ráðstöfun fjárveitingar (2018080396)
Hafþór B. Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður 88-hússins og Fjörheima mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við þau og umhverfis- og skipulagssvið.

2. Kosningar í nefndir/verkefnisstjórnir sbr. 58. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar (2018060116)
2.1. Svæðisskipulag Suðurnesja - 2 aðalmenn og 2 til vara
Frestað.

2.2. Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja - 1 aðalmaður og 1 til vara
Aðalmaður: Sigurgestur Guðlaugsson
Varamaður: Kjartan Már Kjartansson

2.3. Markaðsstofa Reykjaness - 1 aðalmaður og 1 til vara
Aðalmaður: Sigurgestur Guðlaugsson
Varamaður: Kjartan Már Kjartansson

Samþykkt samhljóða.

3. Stofnun sérstakra nefnda skv. 59. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1000/2013 (2018080160)
Bæjarráð samþykkir að setja á stofn lýðheilsunefnd, framtíðarnefnd og markaðs-, atvinnu – og ferðamálanefnd og að kosning 5 aðalmanna og 5 varamanna í hverja nefnd fari fram á næsta bæjarstjórnarfundi þann 4. september 2018.

Samþykkt með 3 atkvæðum meirihluta, Friðjóns Einarssonar (S), Kolbrúnar Jónu Pétursdóttur (Y), Díönu Hilmarsdóttur (B). Minnihluti, Margrét Ólöf A. Sanders (D) og Gunnar Þórarinsson (Á) greiða atkvæði á móti.

D - listinn og Á - listinn leggja fram eftirfarandi bókun: 

„Í ljósi þess að þegar hefur verið gengið til samninga við ráðgjafa um að vinna að endurskoðun skipurits og nefnda bæjarins þá teljum við ekki tímabært að setja þessar 3 nefndir í gagnið. Miðað við greinagerð með tillögunni skarast hlutverk nefndanna við núverandi nefndir bæjarins. Við fulltrúar D - og Á - lista greiðum því atkvæði gegn tillögu meirihlutans.“

4. Stefnumótun í upplýsingatækni - minnisblað vinnuhóps (2018030381)
Lagt fram.

5. Skipting fulltrúa í heilbrigðisnefnd milli sveitarfélaga (2018060243)
Bæjarráð leggur til að Reykjanesbær fái tvo af fimm fulltrúum í stjórn Heilbrigðisnefndar Suðurnesja og nefndin kjósi sér formann á fyrsta fundi nefndarinnar samanber bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar á 1175. fundi þann 28. júní sl. Þar sem búið er að kjósa einn aðalmann og einn varamann þarf að kjósa annan aðalmann og annan varamann á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð leggur áherslu á að formaður nefndarinnar verði sem fyrr annar fulltrúi Reykjanesbæjar.

Samþykkt samhljóða.

6. Námskeið fyrir kjörna fulltrúa á Suðurnesjum 22. september 2018 (2018080392)
Bæjarráð hvetur alla aðal- og varabæjarfulltrúa til að sækja námskeiðið, þátttökugjald verður greitt af Reykjanesbæ.

7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðunesjum 22. ágúst 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 23. ágúst 2018 (2018020059)
Fundargerðin lögð fram.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar CRF24 ehf. um tækifærisleyfi (2018080391)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Rekstraruppgjör júlí 2018 (2018040368)
Regína Fanný Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. september 2018