1185. fundur

06.09.2018 00:00

1185. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. september 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Kosningar í nefndir/verkefnisstjórnir sbr. 58. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar (2018060116)
1.1. Svæðisskipulag Suðurnesja
Aðalmenn: Gunnar Kristinn Ottósson, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson
Varamenn: Kjartan Már Kjartansson og Sigurgestur Guðlaugsson
1.2. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja
Aðalmaður: Hanna Björg Konráðsdóttir
Varamaður: Jóhann Snorri Sigurbergsson

2. Aðstaða fyrir hönnun og smíði Háaleitisskóla (2018090040)
Bæjarráð samþykkir erindið samhljóða og fjármagnið verði tekið af fjárhagslykli 31-600.

3. Fasteignamat 2019 (2018080517)
Lögð fram tilkynning um fasteignamat 2019 frá Þjóðskrá Íslands.

4. Vísitala félagslegrar framþróunar (2018090035)
Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu og afla frekari upplýsinga.

5. Sundhöll Keflavíkur (2016010192)
Lagt fram.

6. Ráðhús Reykjanesbæjar - breytingar á húsnæði (2018090012)
Lagt fram minnisblað ASK arkitekta. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

7. Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses. 17. september 2018 (2018090039)
Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. september 2018.