1188. fundur

04.10.2018 00:00

1188. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. október 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir: Guðbrandur Einarsson formaður, Baldur Þórir Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Beiðni um kaup á tímum í Sporthúsinu (2018080506)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 800.000.- til knattspyrnudeildar Keflavíkur og kr. 200.000.- til knattspyrnudeildar UMFN til kaupa á tímum í Sporthúsinu. Erindinu að öðru leyti vísað til fjárhagsáætlunar 2019. Fjárhæðin er tekin af bókhaldslykli 21-011.

2. Skipan forsætisnefndar vegna breytinga á samþykktum Reykjanesbæjar nr. 1000/2013 (2018100021)
Bæjarráð samþykkir að skipa forsætisnefnd á grundvelli 59. gr. samþykktar Reykjanesbæjar nr. 1000/2013 og tilnefnir Jóhann Friðrik Friðriksson sem formann, Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur og Baldur Þóri Guðmundsson sem meðstjórnendur. Með nefndinni mun starfa sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ásamt lögmanni.

3. Rekstraruppgjör ágúst 2018 (2018040368)
Lagt fram.

4. Upplýsingatæknistefna Reykjanesbæjar (2018040381)
Bæjarráð samþykkir drög að upplýsingatæknistefnu með framkomnum athugasemdum og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

5. Flugakademía Keilis - styrkur vegna fasteignagjalda (2018040186)
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem um er að ræða byggingu sem er í borgaralegri notkun og ekki innan öryggissvæðis. Guðný Birna situr hjá.

6. Þjónusta sveitarfélaga 2018 (2018100003)
Bæjarráð samþykkir að kaupa viðhorfskönnun um mat á ánægju með þjónustu sveitarfélagsins.

7. Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni (2018090202)
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs um húsnæðismál á landsbyggðinni.

8. Stapaskóli - byggingarstjóri (2016110190)
Bæjarráð, sem jafnframt er byggingarnefnd Stapaskóla, samþykkir að staða byggingarstjóra verði auglýst.

9. Ársfundur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 8. október 2018 (2018090398)
Lagt fram.

10. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 10. október 2018 (2018090366)
Lagt fram. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

11. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 11. - 12. október 2018 (2018090277)
Lagt fram.

12. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja bs. febrúar - júlí 2018 (2018010242)
Fundargerðirnar lagðar fram.

13. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 17. september 2018 (2018030149)
Fundargerðin lögð fram.

14. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 19. september 2018 (2018020064)
Fundargerðin lögð fram.

15. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Körfuknattleiksdeildar UMFN um tækifærisleyfi (2018090354)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

16. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Kamski ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Austurgötu 13 (2018080381)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir erindið.

17. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Kína Panda ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 90 (2018080385)
Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Bæjarráð samþykkir erindið.

18. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2018020015)
a. Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál
https://www.althingi.is/altext/149/s/0019.html
b. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál
https://www.althingi.is/altext/149/s/0025.html

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. október 2018.