1192. fundur

01.11.2018 00:00

1192. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 1. nóvember 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Jasmina Crnac, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 (2018070011)
Guðmundur Kjartansson fjármálastjóri, Regína Fanný Guðmundsdóttir deildarstjóri reikningshalds, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór B. Birgisson mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir 2019 og vísar fjárhagsáætlun til fundar bæjarstjórnar 6. nóvember til fyrri umræðu.

2. Fatapeningar starfsfólks (2018100284)
Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Lagt fram til kynningar.

3. Dómur í máli Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra gegn Reykjanesbæ (2015110306)
Lagt fram til upplýsingar.

4. Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 30. apríl og 13. september 2018 (2015020131)
Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjörheima félagsmiðstöðvar um tækifærisleyfi (2018100245)
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti.

6. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2018020015)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. nóvember 2018.