1195. fundur

22.11.2018 00:00

1195. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. nóvember 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2019 - 2022 (2018070011)

Regína Fanný Guðmundsdóttir settur fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu ásamt bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að meta kostnað vegna tillögu bæjarfulltrúa Miðflokksins Margrétar Þórarinsdóttur varðandi systkinafslátt á matarkostnaði í skólum bæjarins, fyrir næsta bæjarráðsfund.

2. Gamla búð (2018090122)

Bæjarráð samþykkir að kr. 10.500.000.- verði færðar af deild 31-600 yfir á deild Gömlu búðar nr. 31-311.

3. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2018020015)
Lagt fram.

4. Árshlutauppgjör janúar - september 2018 (2018040368)

Regína Fanný Guðmundsdóttir settur fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.55. Fundargerðin fer afgreiðslu bæjarstjórnar 4. desember 2018.