1197. fundur

06.12.2018 00:00

1197. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. desember 2018 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þórir Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar (2018070226)
Róbert Ragnarsson frá RR ráðgjöf mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Hvatagreiðslur 2018 (2018010076)
Bréf íþrótta- og tómstundafulltrúa dagsett 28. nóvember sl. lagt fram.

3. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum (2018120042)
Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dagsett 3. desember 2018 til Vegagerðarinnar lagt fram.

4. Kosningar í nefndir/verkefnisstjórnir sbr. 58. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar (2018060116)
Andri Freyr Stefánsson hefur óskað eftir lausn sem varamaður frá nefndarstörfum í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja. Í hans stað er kjörinn Jóhann Friðrik Friðriksson.

5. Reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga til umsagnar (2018120037)
Lagt fram.

6. Viðmið vegna afsláttar af fasteignagjöldum - áskorun frá Félagi eldri borgara (2018120041)
Bæjarráð samþykkti breytingu á tekjuviðmiðum þann 28. ágúst sl. vegna afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti á árinu 2019 en auk þess var álagsprósenta lækkuð úr 0,46% í 0,36%.

7. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 21. nóvember 2018 (2018020064)
Lagt fram.

8. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 28. nóvember 2018 (2018110108)
Lagt fram.

9. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 30. nóvember 2018 (2018020059)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. desember 2018.