1201. fundur

10.01.2019 00:00

1201. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. janúar 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Víkingaheimar - lóðamál (2019010116)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Málinu vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til umsagnar.

2. Námskeið um samráð og þátttöku almennings (2018120281)
Bæjarráð samþykkir að halda fræðslufund um samráð og þátttöku almennings á grundvelli tilboðs frá ILDI. Fræðslufundurinn er ætlaður bæjarfulltrúum og lykilstarfsmönnum.

3. Munir í eigu Bláa hersins (2019010062)
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningarráðs.

4. Byggingu nemendagarða Keilis frestað (2017100005)
Keilir tilkynnir að ekki muni koma til nýtingar á stofnstyrkjum sem Reykjanesbær var búinn að samþykkja til byggingar nemendagarða.

5. Haustþing sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 6. - 8. nóvember 2018 (2019010055)
Lagt fram.

6. Fundargerðir stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 18. maí, 19. september og 6. desember 2018 (2018030150)
Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerð ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja 18. maí 2018 (2019010041)
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 14. desember 2018 (2018020059)
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 19. desember 2018 (2018010221)
Fundargerðin lögð fram.

10. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Green Motion Iceland ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Flugvöllum 6 (2018070125)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Rekstraruppgjör janúar - nóvember 2018 (2018040368)
Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. janúar 2019.