17.01.2019 00:00

1202. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. janúar 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Pósthússtræti 5, 7 og 9 (2018070042)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og upplýsti að gerðar hafa verið breytingar á drögum að deiliskipulagi til að mæta framkomnum athugasemdum.
Bæjarráð vísar málinu með þeim breytingum sem hafa orðið á drögum að deiliskipulagi til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

2. Þjónusta sveitarfélaga 2018 (2018100003)
Lagt fram.

3. Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga (2019010164)
Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 7. janúar 2019 (2019010200)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. janúar 2019.