1203. fundur

24.01.2019 00:00

1203. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 24. janúar 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Nýtt hjúkrunarheimili (2018040137)
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

2. Stapaskóli (2016110190)
Lögð fram fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla. Verkefnastjórn veitt heimild til að hefja undirbúning að vinnu við áfanga II.

3. Veggjöld á Reykjanesbraut (2019010331)
Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar mætti á fundinn.

4. Vísitala félagslegrar framþróunar (2018090035)
Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi við Cognitio ehf. varðandi úttekt á félagslegum framförum í Reykjanesbæ.

5. Framtíðaraðstaða UMFN (2018120225)
Lagðar fram tillögur UMFN varðandi framtíðaraðstöðu félagsins við Afreksbraut.

6. Þórustígur 3 (2018100048)
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að fela bæjarstjóra að segja upp leigusamningi vegna Þórustígs 3 samkvæmt skilmálum samningsins.
Gunnar Þórarinsson situr hjá.
Margrét Ólöf A. Sanders situr hjá og leggur áherslu á að farið verði í viðræður við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur varðandi Þórustíg.

7. Fráveitukerfi Reykjanesbæjar (2018120221)
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að hefja viðræður við HS veitur um yfirtöku á fráveitukerfi Reykjanesbæjar. Einnig er bæjarstjóra veitt heimild til að fá ráðgjöf við verðmat á fráveitukerfi Reykjanesbæjar í samstarfi við HS veitur.

8. Meðferðarbekkur í aðstöðu sjúkraþjálfunar á Nesvöllum (2019010320)
Bæjarráð samþykkir að kaupa meðferðarbekk í aðstöðu sjúkraþjálfunar á Nesvöllum að fjárhæð 444.564 kr., er tekið af bókhaldslykli 21-011.

9. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 16. janúar 2019 (2019010267)
Fundargerðin lögð fram.

10. Erindi stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. varðandi sameiningu við Sorpu (2017050304)
Lögð fram kynning og greinargerð frá Kölku varðandi sameiningarviðræður við Sorpu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Sperora ehf. um ráðgjafaþjónustu varðandi hugsanlega sameiningu Kölku og Sorpu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. febrúar 2019.