1204. fundur

31.01.2019 00:00

1204. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. janúar 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stapaskóli - mat á fjárhagslegum áhrifum (2019010431)

Lögð fram skýrsla KPMG um mat á fjárhagslegum áhrifum byggingar Stapaskóla á grundvelli 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Niðurstaða matsins er að miðað við forsendur aðlögunaráætlunar 2017-2022 ætti sveitarfélagið að geta klárað uppbyggingu áfanga eitt og tvö við Stapaskóla standist kostnaðarmat frá Reykjanesbæ fyrir áfanga eitt og áætlun Arkís um áfanga tvö.

2. Skipulagsmál í Helguvík (2018100079)

Lögð fram svör vegna fyrirspurnar Reykjanesbæjar frá Skipulagsstofnun, Mannvirkjastofnun og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er varðar skipulagsmál í Helguvík.

3. Sala á Seylubraut 1 (2016100049)

Bæjarráð frestar málinu.

4. Reglur um styrki til greiðslu fasteignagjalda (2018050388)

Bæjarráð samþykkir framangreindar reglur. Málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

5. Erindi Hestamannafélagsins Mána um niðurfellingu fasteignagjalda (2018120185)

Bæjarráð samþykkir styrk til Hestamannafélagsins Mána sem samsvarar upphæð fasteignagjalda 2018, tekið út af bókhaldslykli 21-011.

6. Saga Keflavíkur 1949 - 1994 (2018120341)

Minnisblað lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar með málið.

7. Kynnisferð til vinabæjarins Kristiansand (2019010448)

Bæjarráð samþykkir að stjórnendur Reykjanesbæjar fari í kynnisferð til vinabæjarins Kristiansand.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjörheima félagsmiðstöðvar um tækifærisleyfi (2019010405)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. mars 2019 (2019010450)

Fundarboð lagt fram til kynningar.

10. Kostnaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík vegna íbúafundar í Stapa (2019010458)

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram með málið.

11. Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin (2019010462)

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. febrúar 2019.