1206. fundur

14.02.2019 00:00

1206. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. febrúar 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ 2019 (2018080300)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Smári Ólafsson frá VSÓ mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Þarfagreining frá VSÓ ráðgjöf um strætóþjónustu í Reykjanesbæ lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að unnið sé áfram með verkefnið.

2. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar (2018030095)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Skýrsla vinnuhóps vegna samstarfs HSS og Velferðarsviðs Reykjanesbæjar um samstarf/samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu i Reykjanesbæ lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að unnið sé áfram með verkefnið.

3. Íbúðafélag Suðurnesja hsf. - umsókn um lóð (2018070163)

Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra til frekari vinnslu og gagnaöflunar.

4. Heimsmarkmið á Suðurnesjum (2019010462)

Lagt fram til kynningar.

5. Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga (2019020163)

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, tilkynnti framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.

Bæjarráð styður framboðið.

6. Hluthafafundur Keilis 18. febrúar 2019 (2019020150)

Fundarboð lagt fram og bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á hluthafafundinum.

7. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 25. október, 1. nóvember og 12. desember 2018 (2018010428)

Lagðar fram.

Bæjarráð beinir því til forsvarsmanna Heilbrigðiseftirlitsins að fundargerðir verði sendar eftir lok hvers fundar.

8. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 24. janúar 2019 (2019020076)

Lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 4. febrúar 2019 (2019010200)

Lögð fram.

10. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 8. febrúar 2019 (2019020147)

Lögð fram.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2019020167)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis 2019 (2019020009)

Lagt fram.

a. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0811.html
b. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0835.html

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. febrúar 2019.