1207. fundur

21.02.2019 00:00

1207. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21.2.2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Ólöf A. Sanders og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ (2018120225)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir málinu og upplýsir að vinna við stefnumótun sé að hefjast hjá íþrótta- og tómstundaráði.

2. Ráðgjöf vegna verðmats á fráveitukerfi Reykjanesbæjar (2018120221)
Bæjarráð samþykkir drög að samningi við KPMG í samstarfi við HS veitur vegna verðmætisútreikninga á virði fráveitu Reykjanesbæjar.

3. Sala á Seylubraut 1 (2016100049)
Bæjarráð hafnar framlögðum kauptilboðum.

4. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 16. janúar og 18. febrúar 2019 (2019020298)
Lagðar fram.

5. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 15. febrúar 2019 (2019020305)
Lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. mars 2019.