1208. fundur

28.02.2019 00:00

1208. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. febrúar 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Pósthússtræti 5, 7 og 9 (2018070042)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri vék af fundinum.

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar.

2. Rekstur hótela og gistirýma (2019010346)

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3. Reykjanesbær 25 ára 11. júní 2019 (2019020398)

Bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson lagði fram minnisblað um hugmyndir að viðburðum í tilefni þess að 25 ár verða liðin frá stofnun Reykjanesbæjar 11. júní n.k. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

4. Nýtt hjúkrunarheimili - kaup á lóð (2018040137)

Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi kauptilboð, sem er með fyrirvörum, allt að kr. 220.000.000 í lóðina að Móavöllum 1-13 vegna hugsanlegar byggingar hjúkrunarheimilis.

5. Aðalfundur HS Veitna hf. 27. mars 2019 (2019020384)

Fundarboð lagt fram og bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á aðalfundinum.

6. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 13. desember 2018 (2015020131)

Lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 20. febrúar 2019 (2019010267)

Lögð fram.

8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2019020009)

Lögð fram.
a. Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/0273.html
b. Tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/0343.html

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. mars 2019.