1209. fundur

07.03.2019 00:00

1209. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 7. mars 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Húsnæðismál Tjarnargötu 12 (2018090012)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Stapaskóli - 2. áfangi (2016110190)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Byggingarnefnd Stapaskóla samþykkir að haldið verði áfram með málið.

3. Styrkir vegna fasteignagjalda (2019020145)

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignaskatti 2019 til handa Akstursíþróttafélagi Suðurnesja vegna Smiðjuvalla 6 n/h. að fjárhæð kr. 528.000.-

Bæjarráð hafnar styrkveitingu til handa Akstursíþróttafélagi Suðurnesja vegna greiðslu á lóðarleigu 2019.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti 74% af fasteignaskatti 2019 til handa Þroskahjálp á Suðurnesjum vegna Hrannargötu 6 að fjárhæð kr. 1.098.000.-

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu á móti fasteignaskatti 2019 til handa Hestamannafélaginu Mána vegna Sörlagrundar 6, að fjárhæð kr. 357.750.-

4. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Enor ehf. gegn Reykjanesbæ og Ríkiskaupum (2017060094)

Lagt fram til kynningar.

5. Íbúasamráðsverkefni (2019030031)

Bæjarráð samþykkir að leggja inn umsókn um styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni og felur bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.

6. Kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas hf. á Norðurbiki ehf. - erindi frá Samkeppniseftirlitinu (2019030057)

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðan samruna og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

7. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 6. febrúar 2019 (2019030040)

Lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 22. febrúar 2019 (2019010517)

Lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 26. febrúar 2019 (2019030019)

Lögð fram.

10. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 27. febrúar 2019 (2019020076)

Lögð fram.

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2019020009)

a. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0187.html
b. Tillaga til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, 187. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0192.html

Lögð fram.

12. Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (2018120123)

Lögð fram drög að bréfi til eftirlitsnefndar. Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. mars 2019.