14.03.2019 00:00

1210. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. mars 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar (2018070226)

Róbert Ragnarsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Ársskýrslur og uppgjör 2018 (2019020134)

Lagt fram. Bæjarráð þakkar sérstaklega fyrir greinargóðar skýrslur.

3. Stefna frá Gildi lífeyrissjóði - réttarsátt (2018120211)

Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs var í símasambandi og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir réttarsáttina og uppgjör málsins í heild.

4. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 29. mars 2019 (2019030160)

Fundarboð lagt fram. Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar, Jóhanni Friðrik Friðrikssyni, að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

5. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 8. mars 2019 (2019020147)

Lögð fram.

6. Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja - umsókn um tækifærisleyfi (2019030178)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2019020009)

a. Tillaga til þingsályktunar um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, 187. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0192.html
Drög að umsögn lögð fram. Með því að smella á þennan tengil opnast tillagan
b. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0086.html Með því að smella á þennan tengil opnast tillagan
c. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0090.html 
Með því að smella á þennan tengil opnast frumvarpið

Lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10. Fundurinn fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. mars 2019.