1211. fundur

21.03.2019 00:00

1211. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. mars 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þórir Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Starfsáætlanir 2019 (2019010121)

Starfsáætlanir 2019 lagðar fram. Bæjarráð þakkar góðar starfsáætlanir.

2. Vinnuskóli Reykjanesbæjar 2019 (2019030210)

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar og tillögur stjórnenda vinnuskólans.

3. Saga Keflavíkur 1949 - 1994 (2018120341)

Bæjarráð skipar Kristinn Þór Jakobsson, Ragnhildi Árnadóttur, Erlu Guðmundsdóttur, Árna Jóhannsson og Stefán Jónsson í sögunefnd Keflavíkur 1949 – 1994 og til vara Skúla Þorberg Skúlason. Bæjarráð samþykkir jafnframt erindisbréf nefndarinnar.

4. Samkomulag um gatnagerðargjöld við Kölku sorpeyðingarstöð sf. (2018100129)

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

5. Gistiheimili 1X6 að Vesturbraut 3 (2019030282)

Bæjarráð vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.

6. Stapaskóli - framvinduskýrsla (2016110190)

Lagt fram.

7. Íbúasamráðsverkefni (2019030031)

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn. Styrmir Gauti Fjeldsted verður kjörinn fulltrúi verkefnisins fyrir hönd Reykjanesbæjar verði umsóknin samþykkt.

8. Þjónustusamningur vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd 2019 (2018040197)

Reykjanesbær er nú þegar með samning við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Bæjarráð telur ekki forsendur til að breyta samningnum að svo stöddu.

9. Húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur á Ásbrú (2019030139)

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu þar sem bæjarráð telur eðlilegt að slík starfsemi sé leyfisskyld og í samráði og sátt við samfélagið.

10. Umsókn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um stofnframlag vegna byggingar íbúða að Stapavöllum (2018080434)

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

11. Áform um skerðingu á framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (2019030254)

Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram. Bæjarráð tekur undir áhyggjur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum og hvetur ríkisstjórn Íslands til að endurskoða afstöðu sína.

12. Fjárfestingar og eftirlit með framvindu á árinu 2019 (2019030283)

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagt fram.

13. Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2018 (2019030287)

Lagt fram.

14. Aðalfundur HS Veitna hf. 27. mars 2019 (2019020384)

Samkomulag er um að fjórði fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórn HS-Veitna skiptist á milli meiri- og minnihluta þannig að meirihluti bæjarráðs hafi fjórða fulltrúann í 2 ár og minnihlutinn í 2 ár.

15. Aðalfundur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi 3. apríl 2019 (2019030227)

Fundarboðið lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

16. Fundargerð Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 15. mars 2019 (2019020305)

Fundargerðin lögð fram.

17. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. mars 2019 (2019020298)

Fundargerðin lögð fram.

18. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Blakdeildar Þróttar um tækifærisleyfi (2019030232)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

19. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2019020009)

a. Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.
https://www.althingi.is/altext/149/s/1045.html Með því að smella á þennan tengil opnast frumvarpið
b. Frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.
https://www.althingi.is/altext/149/s/1060.html Með því að smella á þennan tengil opnast frumvarpið

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. apríl 2019.