28.03.2019 00:00

1212. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. mars 2019, kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar (2018070226)

Lagt fram.

2. Áskorun um íbúakosningu vegna kísilvera í Helguvík (2019020186)

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mætti á fundinn.

Þar sem undirskriftarsöfnunin er ekki í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 og reglugerðar um íbúakosningar nr. 155/2013 getur hún ekki orðið grundvöllur íbúakosninga.

3. Samkomulag vegna breytinga á deiliskipulagi Pósthússtrætis 5 - 9 (2018070042)

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.

4. Tekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019 (2019030254)

Lagt fram.

5. Rammaskipulag á Ásbrú (2018050088)

Bæjarráð samþykkir áframhaldandi samstarf við Þróunarfélag Keflavíkurflugvalla ehf. um rammaskipulag á Ásbrú. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Bæjarráð ítrekar þá skoðun sína að haft sé samráð við hagsmunaaðila á svæðinu.

6. Erindi Hill ehf. um endurnýjun rekstrarleyfis vegna gististaðar að Stapagötu 20 (2018120174)

Bæjarráð vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.

7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Ráarinnar ehf. um útiveitingaleyfi við veitingastað að Hafnargötu 19 (2018110021)

Bæjarráð samþykkir að veita útiveitingaleyfi fyrir allt að 32 sæti frá kl. 11:00 til kl. 24:00 alla daga.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Keflavíkur um tækifærisleyfi (2019030348)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 27. febrúar 2019 (2019030040)

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 15. mars 2019 (2019010517)

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 20. mars 2019 (2019010267)

Fundargerðin lögð fram.

12. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2019020009)

a. Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/1134.html Með því að smella á þennan tengil má lesa frumvarpið
b. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 711. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/1135.html Með því að smella á þennan tengil má lesa frumvarpið

Umsagnarmál lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

13. Landnámsdýragarðurinn 2019 (2019030394)

Bæjarráð samþykkir að garðurinn verði settur undir umhverfissvið þannig að halda megi úti lágmarksopnun sumarið 2019. Fjármunir teknir af bókhaldslykli 11.

14. Skúr við Sólvallagötu (2019030395)

Bæjarráð heimilar kaup á skúr sem stendur við Sólvallagötu 42 en eigandi eignarinnar er Íbúðalánasjóður. Kauptilboðið er um ein milljón.

Bókun vegna Wow air:

„Bæjarráð harmar að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð. Ljóst er að þetta áfall mun hafa mikil samfélagsleg áhrif til skamms tíma, ekki síst fyrir Reykjanesbæ þar sem mikill fjöldi starfsmanna býr. Bæjarráð leggur áherslu á að hugað sé að velferð og hagsmunum allra starfsmanna og fyrirtækja sem þetta mun hafa áhrif á.“

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. apríl 2019.