1213. fundur

04.04.2019 00:00

1213. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. apríl 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Guðbrandur Einarsson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Margrét A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Díana Hilmarsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2018010147)

Lagt fram til kynningar.

2. Húsnæðismál Tjarnargötu 12 (2018090012)

Bæjarráð samþykkir að farið verði í heildarendurskoðun á núverandi húsnæði til að laga starfsaðstöðu og mæta væntanlegri fjölgun starfsmanna. Vilji er til að vera áfram á Tjarnargötu 12 ef það reynist hagkvæmasti kosturinn.

3. Plastlaus september 2019 - beiðni um styrk (2019040022)

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 100.000. Tekið út af bókhaldslykli 21-011.

4. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 4. apríl 2019 (2019030386)

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

5. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Ace Car Rental ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Iðavöllum 11b (2019020438)

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi með því skilyrði að ekki séu fleiri en 73 ökutæki til útleigu.

6. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2018 (2018120209)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn og kynnti drög að ársreikningi 2018.

7. Rekstraruppgjör janúar og febrúar 2019 (2019040019)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti á fundinn og fór yfir rekstraruppgjör janúar og febrúar 2019.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. apríl 2019.