1214. fundur

11.04.2019 00:00

1214. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. apríl 2019 kl. 08:00.

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Birgir Már Bragason, Jasmina Crnac, Margrét A. Sanders, Díana Hilmarsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2018 (2018120209)

Regína F. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum.

Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að ársreikningi til endurskoðunar og til fyrri umræðu í bæjarstjórn 16. apríl n.k.

2. Umsókn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um stofnframlag vegna byggingar íbúða að Stapavöllum (2019040138)

Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs var í símasambandi og gerði grein fyrir málinu.

Bæjarráð samþykkir stofnframlag 16% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 33.638.080,-. Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember 2016. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna.

3. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Brunavarna Suðurnesja bs. við Brú lífeyrissjóð (2019040148)

Heildarskuldbindingin er kr. 24.266.261 og skiptist fjárhæðin til greiðslu milli Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga hlutfallslega eftir íbúafjölda.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita meðfylgjandi drög að samningi við Brú lífeyrissjóð.

4. Birting gagna með fundargerðum á vef Reykjanesbæjar (2019040151)

Lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

5. Atvinnu- og þróunarsvæði á Miðnesheiði - viljayfirlýsing (2016050195)

Lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

6. Fundargerð sögunefndar Keflavíkur 4. apríl 2019 (2018120341)

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar 4. apríl 2019 (2019030386)

Fundargerðin lögð fram.

8. Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. 2018 (2019030386)

Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. fyrir árið 2018 lagður fram.

9. Ársreikningur félags landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi (2019030227)

Ársreikningur Landeigenda Y-Njarðvíkur m/Vatnsnesi fyrir árið 2018 lagður fram.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Yngva Þórs Geirssonar f.h. grunnskóla Reykjanesbæjar um tækifærisleyfi (2019040156)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2019020009)

a. Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/1217.html Með því að smella á þennan tengil opnast frumvarpið

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. apríl 2019.