- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Theodóra Þorsteinsdóttir verkefnastjóri Isavia mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og greiða allt að kr. 3.166.100. Fjármunirnir eru teknir út af bókhaldslykli 21-011.
Fylgigögn
Samráðsvettvangur um samfélagsábyrgð á Suðurnesjum - kostnaðarskipting
Róbert Ragnarsson ráðgjafi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð, sem stjórnskipulagsnefnd, samþykkir tillögu RR Ráðgjafar um nýtt skipurit Reykjanesbæjar og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. júní nk. Samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta, Beinnar leiðar, Framsóknarflokks og Samfylkingar, Margrét A. Sanders, Sjálfstæðisflokki, greiddi atkvæði á móti og Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli, sat hjá.
Þórbergur Guðjónsson og Lilja Gylfadóttir frá Arion banka mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að gera ekki tilboð í hlut í HSV Eignarhaldsfélagi slhf.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi um slit á Fagfjárfestasjóðnum ORK að fjárhæð kr. 4.068.820.749,- sem rennur til Reykjanesbæjar og felur bæjarstjóra að skrifa undir samkomulagið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að frá og með 20. ágúst 2019 verði fundir bæjarstjórnar framvegis í Hljómahöll í sal merktum Merkinesi.
Bæjarráð samþykkir að vísa þessu til fræðslusviðs.
Fylgigögn
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn
Tölvupóstur frá Starfsgreinasambandi Íslands
Lagt fram til kynningar.
Fylgigögn
Val á sveitarfélögum - bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn
Fundargerð 744. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerð lögð fram.
Fylgigögn
Fundargerð 72. fundar Heklunnar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. júní 2019.