1224. fundur

20.06.2019 08:00

1224. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. júní 2019, kl. 08:00

Viðstaddir:  Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Brunavarnir Suðurnesja - áhættumat og greining á mannafla og búnaðarþörf vegna Keflavíkurflugvallar (2019060248)

Lögð fram skýrsla um áhættumat og greiningu á mannafla og búnaðarþörf vegna Keflavíkurflugvallar.

2. Ársskýrsla og ársreikningur Brunavarna Suðurnesja bs. 2018 (2019060246)

Ársskýrsla og ársreikningur lögð fram.

Fylgigögn

Ársskýrsla Brunavarna Suðurnesja

3. Boð um vinabæjarheimsókn til Xianyang í Kína (2019050833)

Lagt fram boð vinabæjar að senda hóp eða sendinefnd í heimsókn til Xianyang í Kína. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn

Boð í heimsókn

4. Drög að viðauka við leigusamning vegna Nesvalla (2019051845)

Bæjarráð samþykkir viðauka við leigusamning um Félags- og þjónustumiðstöð eldri borgara við Njarðarvelli 4, Reykjanesbæ. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

5. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019 – aukalandsþing (2019060177)

Lagt fram boðun um auka landsþing þann 6. september n.k.

Fylgigögn

Boðun aukalandsþings

6. Aðalfundur Bláa lónsins hf. 27. júní 2019 (2019060229)

Lagt fram aðalfundarboð Bláa lónsins sem verður þann 27. júní n.k. kl. 10. Bæjarráð felur Sigurgesti Guðlaugssyni, verkefnastjóra viðskiptaþróunar að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

Fylgigögn

Aðalfundarboð Bláa Lónsins

7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 18. júní 2019 (2019050295)

Bæjarráð vísar fyrsta máli fundargerðarinnar til frekari vinnslu hjá bæjarstjóra.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn

Fundargerð 131. fundar íþrótta- og tómstundaráðs

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.