1225. fundur

27.06.2019 08:00

1225. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. júní 2019, kl. 08:00

Viðstaddir:  Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Rekstraruppgjör 2019 jan. – apríl (2019050497)

Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu. Lagt fram rekstraruppgjör sem er samkvæmt áætlun fyrstu fjóra mánuði ársins.

2. Vísitala félagslegar framþróunar – kynning á vinnugögnum (2019051066)

Á fundinn mættu Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri, Rósbjörg Jónsdóttir og Kári Friðriksson hagfræðingur frá Cognitio ehf. og gerðu grein fyrir málinu.

3. Endurfjármögnun EFF (2019060364)

Lagt fram minniblað frá Logos. Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur og felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

4. Fasteignamat 2020 (2019060373)

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands. Bæjarráð samþykkir að stefnt skuli að því að lækka álagningarstuðul í Reykjanesbæ þannig að ekki komi til hækkunar á fasteignaskatti vegna breytingar á fasteignamati sem taka á gildi 2020.

Fylgigögn

Fasteignamat 2020

5. Endurskoðun samþykkta Reykjanesbæjar – staðfest af ráðuneyti (2019050808)

Lagt fram staðfest eintak af samþykktum Reykjanesbæjar.

Fylgigögn

Staðfest eintak samþykkta Reykjanesbæjar 

6. Fundargerð 3. fundar sögunefndar 18. júní 2019, framvinduáætlun (2019050831)

Fundargerðin og framvinduáætlun lögð fram. Óskað er eftir að sögunefnd leggi fram kostnaðaráætlun miðað við framvinduáætlun 2019-2022.

Fylgigögn

Fundargerð sögunefndar Keflavíkur 3. fundur
Framvinduáætlun

7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 24. júní 2019 (2019050798)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn

Stjórnarfundur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

8. Fundargerðir stjórnar Reykjaneshafnar 10. maí og 20. júní 2019 (2019051155)

Fundargerðirnar lagðar fram og samþykktar samhljóða 5-0.

Fylgigögn

Fundargerð 229. fundur stjórnar Reykjaneshafnar
Fundargerð 230. fundar stjórnar Reykjaneshafnar

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Guesthouse 1x6 um leyfi til að reka gististað í flokki II að Vesturbraut 3 (2019051696)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

10. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar JS Rental um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Klettatröð 6 (2019051851)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Fara ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Framnesvegi 19c (2019051300)

Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem umsóknin uppfyllir ekki skilyrði samkvæmt umsögn byggingarfulltrúa.

12. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Rent Nordic ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Flugvöllum 20 (2019050784)

Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem umsóknin uppfyllir ekki skilyrði samkvæmt umsögn byggingarfulltrúa.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.25.