04.07.2019 08:00

1226. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. júlí 2019, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Afstaða sveitarfélaga vegna samstarfs safna - ábyrgðarsöfn (2019060465)

Bæjarráð samþykkir að farið verði í að gera fýsileikakönnun um samstarf og sameiningu safna á Suðurnesjum. Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum falið að gera kostnaðaráætlun.

Fylgigögn

Afstaða sveitafélaga vegna samstarfs safna

2. Sveitarfélögin og heimsmarkmið – Yfirlýsing um samstarf (2019051904)

Reykjanesbær telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Reykjanesbær lýsir sig tilbúinn til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Reykjanesbær mun á sínum vettvangi beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

Fylgigögn

Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

3. Miðnesheiði – samstarfsyfirlýsing (2019050820)

Lagt fram.

4. Rekstur hótela og gistirýma (2019051338)

Bæjarráð samþykkir að skoða sérstaklega hvert einstakt tilfelli með því að mæla með endurnýjun starfsleyfa vegna gistiheimila í flokki II á meðan að unnið er að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

5. Fundargerð 377. fundar velferðarráðs frá 26. júní 2019 (2019050527)

Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða 5 - 0.

Fylgigögn

Fundargerð 377. fundar velferðarráðs

6. Samþykkt stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga vegna erindis ASÍ (201907001)

Lagt fram.

7. Fundargerð 872. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga (2019050802)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn

Fundargerð 872. fundar stjórnar íslenskra sveitarfélaga

8. Staðan í kjaramálum félagsmanna Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nág. sem vinna hjá sveitarfélögum á Suðurnesjum (2019070037)

Erindið lagt fram. Bæjarráð Reykjanesbæjar áréttar að samningsumboðið hefur verið framselt til Sambands íslenskra sveitafélaga og er sveitarfélaginu óheimilt að hafa afskipti af deilunni á meðan samningsumboðið liggur hjá sambandinu.

Fylgigögn

Bréf vegna eingreiðslu

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.15.