11.07.2019 08:00

1227. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. júlí 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4. júlí 2019 (2019050346)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.

Þriðji liður fundargerðarinnar, Básvegur 10 – fyrirspurn um viðbyggingu (2019060442), var samþykktur sérstaklega með 5 atkvæðum. 

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, mætti á fundinn undir áttunda lið fundargerðarinnar, Suðurnesjalína 2 – umsögn um frummatsskýrslu (2019050744), og gerði grein fyrir málinu. Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Níundi liður fundargerðarinnar, Dalsbraut 30 – girðing á lóðamörkum (2019070007), var samþykktur sérstaklega með 5 atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 232. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 4. júlí 2019

2. Fráveitukerfi Reykjanesbæjar (2019050681)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, mættu á fundinn. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

3. Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda (2019070078)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, mætti á fundinn.

Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagt fram.

Fylgigögn:

Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda - minnisblað

4. Fjárhagsáætlun 2020 - 2023 (2019070112)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, fór yfir breytingar á samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Reykjanesbæjar og tímaáætlun.

Bæjarráð samþykkir nýja samþykkt um fjárhagsáætlunarferli og tímaramma vegna fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Reykjanesbæjar
Fjárhagsáætlunarferli - fylgiskjal I
Tímaáætlun fjárhagsáætlunarferlis
Tímaáætlun fjárhagsáætlunarferlis - leiðrétt

5. Rekstaruppgjör 2019 jan – maí (2019050497)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, lagði fram rekstraruppgjör fyrstu fimm mánaða ársins.

Fylgigögn:

Staðgreiðsla útsvars á fyrri hluta árs 2019

6. Áætlun um viðbrögð við ábendingum endurskoðenda (2019050480)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, kynnti aðgerðaáætlun um viðbrögð við ábendingum endurskoðenda vegna ársreiknings Reykjanesbæjar 2018.

Fylgigögn:

Aðgerðaáætlun um viðbrög við ábendingum endurskoðenda

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35.