01.08.2019 08:00

1230. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 1. ágúst 2019, kl. 08:00

Viðstaddir:Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Endurfjármögnun EFF (2019060364)

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir málinu.

2. Áætlun fasteignagjalda 2020 (2019070112)

Regína Fanný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri mætti á fundinn.

3. Ráðning forstöðumanns Súlunnar (2019070231)

Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri og Helga María Finnbjörnsdóttir, mannauðsráðgjafi mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

4. Fundargerð barnaverndarnefndar 25. júlí 2019 (2019050479)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð barnaverndarnefndar

5. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hótel Duus ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Duusgötu 10 (2019051721)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti gistileyfi miðað við 34 gesti og 60 gesti í veitingasal.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.