1231. fundur

15.08.2019 08:00

1231. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. ágúst 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Guðbrandur Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Endurfjármögnun EFF (2019060364)

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurfjármögnun EFF.

2. Nýting Gömlu búðar fyrir Súluna, verkefnastofu atvinnu-, menningar- og markaðsmála (2019080260)

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að Gamla búð verði nýtt fyrir Súluna, verkefnastofu atvinnu-, menningar- og markaðsmála.

Fylgigögn:

Minnisblað um nýtingu Súlunnar

3. Beiðni frá barnavernd um viðbótarfjárveitingu (2019080160)

Lagt fram.

4. Rammaskipulag Ásbrú - beiðni um viðbótarfjárveitingu (2019050477)

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu kr. 10.000.000 vegna vinnu við rammaskipulag á Ásbrú. Fjárhæðin er tekin út af bókhaldslykli 21011-9220.

Fylgigögn:

Beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna rammaskipulags á Ásbrú

5. Grænbók um flugsamgöngur (2019080187)

Erindinu frestað.

Fylgigögn:

Drög að grænbók um flugstefnu

6. Lóðar- og hafnarsamningur milli Reykjaneshafnar og Thorsil - minnisblað (2019060173)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

7. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 – kynningarfundur 19. ágúst 2019 (2019080207)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu 19. ágúst 2019 - fundarboð
Heilbrigðisstefna til ársins 2030

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Keflavík Micro Suites ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hafnargötu 65 (2019060473)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hótels Keflavíkur um tækifærisleyfi (2019080089)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjörheima um tækifærisleyfi (2019080165)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Bikers Against Bullying um tækifærisleyfi (2019080179)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Ráðning forstöðumanns Súlunnar (2019070231)

Ráðningarferli forstöðumanns Súlunnar er lokið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að ráða Þórdísi Ósk Helgadóttur sem forstöðumann Súlunnar. Margrét Þórarinsdóttir styður tillögu meirihlutans. Margrét Sanders, Sjálfstæðisflokki og Gunnar Þórarinsson, Frjálsu afli sitja hjá.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. ágúst 2019.