1232. fundur

22.08.2019 08:00

1232. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. ágúst 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Díana Hilmarsdóttir, Jasmina Crnac, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Helguvík – breyting á deiliskipulagi (2019051551)

Á fundinn mættu frá Stakksbergi: Þórður Magnússon framkvæmdastjóri, Þórður Ólafur Þórðarson formaður stjórnar, frá Verkfræðistofunni Vatnaskil mættu: Sveinn Óli Pálmarsson og Gísli S. Pétursson og gerðu grein fyrir málinu. Frá umhverfissviði Reykjanesbæjar mættu Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri og Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi.

2. Stapaskóli – framvinduskýrsla nr. 3 (2019050677)

Á fundinn mættu frá byggingarnefnd Stapaskóla, Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs og gerðu grein fyrir málinu.

Fylgigögn: 

Framvinduskýrsla 3

3. Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - Markaðsstofa Reykjaness ( 2019080329)

Bæjarráð fagnar niðurstöðu kærumálsins. Fram kemur í kaflanum Forsendur og niðurstaða: „Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða ráðuneytisins að Ferðamálastofa hafi ekki hagað meðferð máls kæranda í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.“. Úrskurðarorð eru svohljóðandi: „Ákvörðun Ferðamálastofu, dags. 21. ágúst 2018, um að synja umsókn Markaðsstofu Reykjaness um verkefnastyrki er felld úr gildi. Lagt er fyrir Ferðamálastofu að taka umsókn kœranda til nýrrar meðferðar.“

Fylgigögn:

Úrskurður stjórnsýslukæru

4. Rekstraruppgjör janúar - júní 2019 (201950497)

Lagt fram.

5. Aðalfundur Nesvalla íbúða ehf. 2019 (2019080403)

Fundarboð lagt fram . Formanni bæjarráðs falið að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Aðalfundarboð

6. Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 21. febrúar 2019 (2019080406)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar

7. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 13. ágúst 2019 (2019050804)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Kölku 13. ágúst 2019

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fagrablaks frá Keflavík ehf. um tækifærisleyfi (2019080424)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2019050801)

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. Hlekkur á tillöguna í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1465
Umsagnarmál lagt fram.

Fylgigögn:

Tillaga til þingsályktunar

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2019.