1233. fundur

29.08.2019 08:00

1233. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 29. ágúst 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Jasmina Crnac, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Grænbók um flugsamgöngur (2019080187)

Á fundinn mættu Björn Ingi Knútsson ráðgjafi og Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umsögn um drög að Grænbók – Flugstefnu fyrir Ísland.

Fylgigögn:

Drög að grænbók um flugstefnu

2. Vestnorden 2020 (2019080689)

Á fundinn mætti Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að Markaðsskrifstofa Reykjaness sækist eftir að ferðaráðstefnan Vestnorden verði haldin í Reykjanesbæ á næsta ári.

3. Fjárhagsáætlun 2020 - tillaga að fjárhagsramma (2019070112)

Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum framlagða tillögu um fjárhagsramma 2020. Margrét A. Sanders Sjálfstæðisflokki og Jasmina Crnac Frjálsu afli sitja hjá.

4. Viðauki við samkomulag bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og stjórnenda (2019050809)

Málinu frestað.

5. Helguvík – breyting á deiliskipulagi (2019051551)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

6. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 4. - 5. september 2019 (2019080409)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Tölvupóstur - skráning á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga
Dagskrá landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga

7. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sveitarfélögin – málstofa 7. september 2019 (2019051904)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Tölvupóstur frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

8. Framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum – ráðstefna 12. september 2019 (2019080692)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Boð á ráðstefnu - tölvupóstur
Dagskrá ráðstefnu um framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum

9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Aladin restaurant ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 36a (2019070223)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Kiwi veitinga ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hrannargötu 6 (2019070226)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar I Hostel ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Lindarbraut 637 (2019070228)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Hótels Keflavíkur um tækifærisleyfi (2019080089)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2019080514)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

14. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsókna ARG viðburða og Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um tækifærisleyfi (2019080528)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2019.