05.09.2019 08:00

1234. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. september 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Margrét Ólöf A. Sanders, Díana Hilmarsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Árshlutauppgjör janúar - júní (2019050497)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir 6 mánaða uppgjör Reykjanesbæjar, A og B hluta.

2. Endurfjármögnun EFF (2019060364)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri gerðu grein fyrir málinu, fóru í gegnum kynningu frá KPMG. Bæjarráð samþykkir að stíga næstu skref í endurfjármögnun EFF.

3. Viðauki við samkomulag bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og stjórnenda (2019050809)

Bæjarráð samþykkir samkomulag um viðauka við stjórnanda.

4. Rýnivinna um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða (2019050297)

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til ÍT ráðs og óskar um leið eftir kostnaðargreiningu á þeim valkostum sem koma fram í minnisblaði.

Fylgigögn:

Fundur UMFN og Keflavíkur með ráðgjafa Capacent

Minnisblað - Uppbygging íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ

5. Aðlögunaráætlun 2019 – 2022 (2019090013)

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem staðfest er að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019- 2022, samþykkt í bæjarstjórn 4. des. sl. sé hin formlega aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

6. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum – Fundarboð og aðalfundargögn (2019090030)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Ársreikningur SSS

Dagskrá aðalfundar SSS

Fundarboð sveitastjórnarmanna

7. Ársskýrsla MSS (2019090031)

Lagt fram.

Fylgigögn:

MSS – ársskýrsla 2018

8. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. og 29. ágúst 2019 (2019050798)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Stjórnarfundur SSS 14. ágúst 2019

Stjórnarfundur SSS 29. ágúst 2019

9. Fundargerð 4. fundar sögunefndar Keflavíkur 26. ágúst 2019 (2019050831)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Sögunefnd Keflavíkur fundur 26. ágúst 2019

10. Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja bs. 28. maí og 12. júní 2019 (2019051062)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 40. fundur

Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja 41. fundur

11. Fundargerðir Heklunnar 2019, 2. september 2019 (2019052010)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Heklunnar 2. september 2019

12. Fundargerð stjórnar samtaka orkusveitarfélaga, 23. ágúst 2019 (2019090016)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Fundargerð samtaka orkusveitarfélaga 2. september 2019

13. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Oskar Rental ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II (2019080526)

Málinu frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. september 2019.