12.09.2019 08:00

1235. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. september 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Atvinnuhorfur á Suðurnesjum (2019090355)

Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum mætti á fundinn og fór yfir atvinnuhorfur á Suðurnesjum. Einnig mætti á fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar.

2. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Oskar Rental ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Melási 9 (2019080526)

Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi á umhverfissviði mætti á fundinn. Lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Lóðin Melás 9 er íbúðahúsalóð á skilgreindu svæði íbúðabyggðar. Notkun hússins til atvinnurekstrar sem gististaður í fl. II samræmist ekki skipulagi svæðisins. Því getur bæjarráð ekki mælt með heimild til breytinga rekstursins úr flokki I í flokk II.

3. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar PL Veitinga ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 62 (2019080200)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

4. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar JS Rentals um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Valhallarbraut 891 (2019080498)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5. Erindisbréf bæjarráðs (2019090285)

Lagt fram.

6. Þjónusta sveitarfélaga 2019 (2019090306)

Bæjarráð samþykkir að kaupa viðhorfskönnun um mat á ánægju með þjónustu sveitarfélagsins.

Fylgigögn:

Erindi frá Gallup
Þjónustukönnun - vörulýsing

7. Erindi vegna lífeyrismála (2019090353)

Málinu frestað.

8. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga (2019090075)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 4. september 2019
Tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 5. september 2019

9. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. ágúst 2019 (2019050802)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. september 2019.