17.10.2019 08:00

1240. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. október 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Framfaravog sveitarfélaganna (2019051066)

Rósbjörg Jónsdóttir frá Cognitio ehf. og Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar mættu á fundinn og gerðu grein fyrir drögum að niðurstöðum um framfaravog sveitarfélaga. Framfaravog sveitarfélaga er tilraun til að búa til mælikvarða sem mælir starfssemi sveitarfélaga og lífsgæði íbúa.

2. Samráðshópur um framtíð Kölku - minnisblað (2019050814)

Í minnisblaði kemur fram sú skoðun starfshópsins að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu Sorpu og Kölku. Bæjarráð samþykkir þá tillögu fyrir sitt leyti.
Samþykkt er að starfshópurinn starfi áfram til að kanna grundvöll fyrir formlegu samstarfi sorpsamlaga á suðvesturhorni landsins.

Fylgigögn:

Minnisblað samráðshóps um framtíð Kölku

3. Cities #WithRefugees - erindi frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (2019100192)

Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Tölvupóstur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
Boðsbréf
Samstöðuyfirlýsing
Listi yfir borgir og sveitarfélög

4. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 16. maí, 29. ágúst og 3. október 2019 (2019050799)

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 277. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 16. maí 2019
Fundargerð 278. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 29. ágúst 2019
Fundargerð 279. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 3. október 2019

5. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 8. október 2019 (2019050525)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 8. október 2019
Tölvupóstur um aðalfund Öldungaráðs Suðurnesja 26. október 2019

6. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs 14. október 2019 (2019060164)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 53. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 14. október 2019

7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Bikers Against Bullying um tækifærisleyfi (2019100193)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2019050801)

a. Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0035.html

Fylgigögn:

Upplýsingar um tillöguna frá nefndasviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan

b. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 41. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0041.html

Fylgigögn:

Upplýsingar um tillöguna frá nefndasviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan

c. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0053.html

Fylgigögn:

Upplýsingar um frumvarpið frá nefndasviði Alþingis
Með því að smella hér opnast frumvarpið

d. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0116.html

Fylgigögn:

Upplýsingar um tillöguna frá nefndasviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan

e. Tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023, 148. mál
https://www.althingi.is/altext/150/s/0148.html

Fylgigögn:

Upplýsingar um tillöguna frá nefndasviði Alþingis
Með því að smella hér opnast tillagan

Umsagnarmál lögð fram.


Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

9. Tímabundin ráðning bæjarlögmanns (2019100252)

Bæjarráð samþykkir tímabundna ráðningu Unnars Steins Bjarndals sem bæjarlögmanns í eitt ár frá 15. október 2019.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.