1241. fundur

24.10.2019 08:00

1241. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 24. október 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Suðurnesjalína 2 (2019050744)

Á fundinn mættu Sverrir Jan Norðfjörð framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs, Smári Jóhannsson verkefnastjóri og Hlín Benediktsdóttir yfirmaður undirbúningsframkvæmda frá Landsneti og kynntu málið.

2. Rekstraruppgjör janúar til ágúst (2019050497)

Á fundinn mætti Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri og fór yfir rekstraruppgjörið.

3. Fjárhagsáætlun 2020-2023 (2019070112)

Lögð fram drög að bréfi til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárfestingaáætlun Reykjanesbæjar 2020. Bæjarráð samþykkir drögin. Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn.

4. Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses. 28. október 2019 (2019100297)

Aðalfundarboð Reykjanes jarðvangs ses. lagt fram. Bæjarráð felur Þórdísi Ósk Helgadóttur forstöðumanni Súlunnar að fara með atkvæði Reykjanesbæjar á fundinum.

Fylgigögn:

Fundarboð aðalfundar Reykjanesjarðvangs ses.

5. Barnaþing sveitarfélaga (2019100314)

Boðsbréf á barnaþing Umboðsmanns barna lagt fram. Á fundinn fara 7 börn úr sveitarfélaginu. Bæjarfulltrúar hvattir til að mæta á þingið.

Fylgigögn:

Boðsbréf á barnaþing

6. Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020 (2019100311)

Bæjarráð samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 100.000. Tekið af bókhaldslykli 21-011.

Fylgigögn:

Fjárbeiðni Stígamóta

7. Samtök um kvennaathvarf - Umsókn um rekstrarstyrk 2020 (2019100326)

Bæjarráð samþykkir að styrkja Samtök um kvennaathvarf um kr. 200.000. Tekið af bókhaldslykli 21-011.

Fylgigögn:

Umsókn um rekstrarstyrk

8. Minningagarðar (2019090645)

Bæjarráð tekur vel í erindið og er tilbúið að leggja til svæði að öllum skilyrðum uppfylltum. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Minningagarðar

9. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis (2019050801)

Frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál. https://www.althingi.is/altext/150/s/0029.html
Umsagnarmál lagt fram.

Fylgigögn:

Upplýsingar um frumvarpið frá nefndarsviði Alþingis

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.