1246. fundur

28.11.2019 08:00

1246. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 28. nóvember 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fráveitukerfi Reykjanesbæjar – ný hreinsistöð (2019050681)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Fjárhagsáætlun 2020 (2019070112)

Fjárhagsáætluninni vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 3. desember 2019.

3. Árshlutauppgjör janúar - september (2019050497)

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

4. Beiðni frá barnavernd um millifærslu á bókhaldslyklum (2019080160)

Bæjarráð samþykkir beiðni um millifærslu af bókhaldslykli 02-460-9690 yfir á 02-312-9130 kr. 8.500.000 vegna vistunarkostnaðar barna utan heimilis.

Fylgigögn:

Beiðni um millifærslu á bókhaldslyklum

5. Atvinnu- og þróunarsvæði á Miðnesheiði (2019050820)

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar 3. desember 2019.

6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. nóvember 2019 (2019050798)

Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð 750. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Víkingaheima um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Víkingabraut 1 (2019100354)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Millvúd pípulagna ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki III að Túngötu 10-12 (2019110003)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. desember 2019.