1260. fundur

12.03.2020 08:00

1260. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. mars 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Útreikningur lóðarleigu (2019100188)

Regína F. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og Sólveig Einarsdóttir, innheimtustjóri mættu á fundinn.

Afgreiðslu frestað. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

2. Rekstraruppgjör janúar 2020 (2020030202)

Regína F. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri fór yfir rekstraruppgjör janúarmánaðar 2020.

3. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019 (2020021397)

Regína F. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn og fóru yfir fjárfestingar og framvindu fjárfestinga 2019.

4. Skemmdir á sjóvarnargörðum í Reykjanesbæ (2020030205)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti tvær matsskýrslur sem unnar voru vegna skemmda á sjóvarnar- og hafnargörðum Reykjanesbæjar í óveðri sem gekk yfir í febrúar. Regína F. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

5. Framvinduskýrsla vegna Stapaskóla (2019051608)

Jón Ólafur Erlendsson frá VSB verkfræðistofu, Viggó Magnússon frá Arkís arkitektum og verkefnastjórn Stapaskóla Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, Regína F. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri og Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla mættu á fundinn.

Kynnt var framvinduskýrsla sem unnin var af VSB verkfræðistofu.

6. Fundargerð verkefnastjórnar Stapaskóla 25. febrúar 2020 (2019110200)

Fundargerðin lögð fram. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.

7. Fundargerð neyðarstjórnar Reykjanesbæjar 10. mars 2020 (2020030192)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 1. fundar neyðarstjórnar Reykjanesbæjar

8. Vatnsnesvegur 8a – erindi frá Vatnsnesbúinu, landeigendafélagi (2020030181)

Erindi um kaup á lóðinni Vatnsnesvegur 8a lagt fram. Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir málinu.

Afgreiðslu frestað. Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram í málinu.

9. Viðbygging Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2020030182)

Erindi um útboð á byggingarframkvæmd lagt fram. Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð.

10. Erindi frá félagi húsbílaeigenda (2020021423)

Minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram. Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa.

11. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar (2020010372)

Bæjarráð samþykkir uppfærslu húsnæðisáætlunar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2020.

12. Skipun í vinnuhóp Almannavarna Suðurnesja (2020030031)

Bæjarráð skipar Guðlaug H. Sigurjónsson og Albert Albertsson í vinnuhóp Almannavarna Suðurnesja.

Fylgigögn:

Skipun í vinnuhóp - erindi frá Almannavörnum Suðurnesja utan Grindavíkur

13. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. febrúar 2020 (2020021082)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

14. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Knattspyrnudeildar UMFN um tækifærisleyfi (2020030138)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

15. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Körfuknattleiksdeildar UMFN um tækifærisleyfi (2020030183)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

16. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Núpunnar ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 10 (2020021080)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

17. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Aladin restaurant ehf. um breytingu á leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 36a (2020021148)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð tekur undir umsögn byggingarfulltrúa um að ekki er mælt með lengri opnunartíma.

18. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Bílagáttarinnar ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Njarðarbraut 15 (2020010397)

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.

19. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Ice4x4 ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Vesturbraut 10 (2020021428)

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.

20. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Procar ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Flugvöllum 6 (2020021519)

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir erindið.

Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

21. Beiðni um styrk frá Ytri-Njarðvíkursókn (2020030029)

Bæjarráð samþykkir kr. 500.000 framlag til viðgerðar á flygli kirkjunnar. Fjárhæð tekin af bókunarlykli 21-010.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2020.