19.03.2020 08:00

1261. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar haldinn í Merkinesi Hljómahöll 19. mars 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar vegna COVID-19 (2020030299)

Lagt fram. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með viðbrögð starfsfólks Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar

2. Leiðbeiningar vegna COVID-19 (2020030297)

Minnisblöð, upplýsingar og leiðbeiningar lögð fram.

Fylgigögn:

Bréf til fræðsluaðila vegna Covid-19
Bréf almannavarna til fræðsluaðila
Bréf almannavarna til nemenda, foreldra og forráðamanna
Covid-19 Persónuvernd
Covid-19 Tillaga að texta í anddyri íbúðakjarna
Covid-19 og mannamót
Flokkun og hættumat starfsstöðva
Forgangslisti 3 fyrir grunn- og leikskóla og dagforeldra
Hlíðarfatnaður fyrir sambýli og búsetukjarna
Starfsstaðir ITR
To parents and guardians in English
To students, partents and guardian in Polish
Upplýsingar vegna kóronaveirunnar - Velferðarsvið
Vegna neyðarstigs almannavarna til fræðsluaðila

3. Meðferð gjaldtöku í grunn- og leikskólum 2020 (2020030302)

Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur.

4. Fjarvera starfsmanna vegna COVID-19 (2020030304)

Minnisblað bæjarstjóra lagt fram. Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur.

5. Heimild Alþingis vegna fjarfunda bæjarstjórna og kjörinna nefnda (2020030305)

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (neyðarástand í sveitarfélagi)
Með því að smella hér opnast frumvarpið

Nefndarálit með breytingartillögu um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (neyðarástand í sveitarfélagi).
Með því að smella hér opnast nefndarálitið

Lagt fram.

6. Siðareglur kjörinna fulltrúa (2020030303)

Bæjarráð vísar endurskoðun siðarreglna Reykjanesbæjar til forsetanefndar.

Fylgigögn:

Siðareglur kjörinna fulltrúa

7. Reglur um félagsþjónustu sveitarfélagsins – þjónusta við fatlað fólk (2019120104)

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu vegna greiðslna:
a) á liðveislu við fatlað fólk
b) til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna.
Upphæð kr. 23.200.000, tekin af bókunarlykli 21-010.

Fylgigögn:

Erindi til bæjarráðs - liðveisla
Greiðslur til stuðningsforeldra

8. Erindi vegna lóðarinnar Staðarhóls (2020030289)

Stefna Reykjanesbær er að selja ekki land í eigu sveitarfélagsins og því er erindinu hafnað.

9. Fjárfestingarverkefnið The Grinding Mill Project – beiðni um umsögn vegna umsóknar um ívilnun (2020021438)

Afgreiðslu frestað. Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn.

10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Guesthouse 58 ehf. (Asíska heilsulindin ehf.) um leyfi til að reka gististað í flokki III að Hafnargötu 58 (2020020971)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:45 Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2020.