1264. fundur

08.04.2020 08:00

1264. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 8. apríl 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Fundargerðir neyðarstjórnar eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar.
Með því að smella á þennan tengil má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar   

2. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og upplýsti um næstu skref framkvæmdarinnar.
Bæjarráð fagnar að fjármögnun er tryggð og stefnt að því að framkvæmdir hefjist sem fyrst.

3. Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum/auknu atvinnuleysi vegna Covid 19 (2020040083)

Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar, Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn og kynntu áætlanir sem sveitarfélagið hyggst grípa til vegna aukins atvinnuleysis vegna Covid-19.
Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur um að breyta fjárfestingaráætlun Reykjanesbæjar 2020 með það að markmiði að fjölga störfum. Auk þess leggur bæjarráð til að ráðist verði í auknar framkvæmdir og önnur úrræði að upphæð kr. 462.000.000 til viðbótar þeim kr. 700.000.000 sem þegar hafa verið samþykktar í fjárhagsáætlun 2020. Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfissvið að vinna að nánari útfærslu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar.
Lagt fram minnisblað „Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum / auknu atvinnuleysi vegna Covid 19“ og bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að nánari útfærslu í samstafi við Vinnumálastofnun.

4. Skil á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2019 (2020030492)

Lagt fram til upplýsinga, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

5. Til upplýsingar vegna endurskoðun fjárhagsáætlana (2019070112)

Lagt fram til upplýsinga, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

6. Fundargerð Almannavarnarnefndar 3. apríl 2020 (2020021373)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Almannavarnanefndar 3. apríl 2020

Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir áhyggjur og varnarorð landssamtaka UN Women, lögreglunnar, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna, Kvennaathvarfsins og fl. um að ofbeldi í nánum samböndum sé að aukast í þeim heimsfaraldri sem við stöndum nú frammi fyrir.
Fyrir flest okkar er heimilið griðastaður, en því miður er því öfugt farið hjá þeim sem búa við ofbeldi í nánum samböndum. Samhliða aukinni félagslegri einangrun skapast meiri hætta á að ofbeldi sé beitt.
Bæjarráð hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart ofbeldi, bæði þá sem verða vitni að slíku, en ekki síður hina sem þurfa að upplifa slíkt.
Brýnt er að þolendum ofbeldis séu skapaðar aðstæður til þess að tilkynna um ofbeldisverk án þess að skapa sér með því aukna hættu.
Stöndum saman gegn ofbeldi af öllu tagi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2020.