1266. fundur

22.04.2020 08:30

1266. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 22. apríl 2020 kl. 08:30

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Hafnarmannvirki Reykjaneshafnar (2020030194)

Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Þráinn Jónsson framkvæmdastjóri og Stefán Sigurðsson frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt hafnarstjóra að vinna áfram í málinu.

2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 (2019070112)

Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðauka I við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkir viðauka I við fjárhagsáætlun.

3. Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum/auknu atvinnuleysi vegna Covid 19 (2020040083)

Vinnufundargerð starfshóps lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 15. apríl 2020 (2020010217)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 755. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

5. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Fundargerðir neyðarstjórnar eru aðgengilegar á vef Reykjanesbæjar.

Með því að smella á þennan tengil má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. maí 2020.