07.05.2020 08:00

1268. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 7. maí 2020 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Ársskýrslur 2019 (2020040070)

Lagðar fram ársskýrslur forseta bæjarstjórnar Jóhanns Friðriks Friðrikssonar og formanns bæjarráðs Friðjóns Einarssonar vegna starfsársins 2019.

Fylgigögn:

Skýrsla forseta bæjarstjórnar 2019
Skýrsla formanns bæjarráðs 2019

2. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Lagðar fram tillögur að nálgun, viðfangsefnum og markmiðum Umhverfisstefnu Reykjanesbæjar. Bæjarráð frestar málinu.

3. Viðbrögð við efnahagslegum áhrifum/auknu atvinnuleysi vegna Covid 19 (2020040083)

Bæjarstjóri kynnti málið. Lagðar fram tillögur til aðgerða á sviði menntamála og starfsendurhæfingar sumarið 2020. Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Tillögur til aðgerða á sviði menntamála og starfsendurhæfingar sumarið 2020

4. Ný fráveituhreinsistöð (2020021108)

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga um marksamninga um fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna á nýrri hreinsistöð í Keflavík.

5. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Sjómannadagsráð vegna verkumsjónar á nýju hjúkrunarheimili sem verður sambyggt núverandi heimili við Njarðarvelli.

6. Ársskýrsla Byggðastofnunar 2019 (2020050050)

Ársskýrsla Byggðastofnunar lögð fram.

Fylgigögn:

Ársskýrsla Byggðastofnunar 2019

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. apríl 2020 (2020021082)

Fundargerð lögð fram. Bæjarráð tekur undir áréttingu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram kemur í 4. máli fundargerðarinnar um nauðsyn þess að ríkisvaldið komi að málum með beinum fjárhagslegum stuðningi við sveitarfélögin og almennum og sérstökum aðgerðum til að mæta þeirri stöðu sem komin er upp. Bent er á mikilvægi þess að fjármagn fari til þeirra sveitarfélaga þar sem áfallið er þyngst og atvinnuleysið er mest.

Fylgigögn:

Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

8. Fundargerð aðgerðarstjórnar Almannavarna Suðurnesja 30. apríl 2020 (2020021373)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð aðgerðarstjórnar Almannavarna Suðurnesja 30. apríl 2020

9. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Með því að smella á þennan tengil opnast fundargerðir neyðarstjórnar 

10. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2020010375)

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál.

Umsagnarmál lagt fram.

Með því að smella á þennan tengil opnast frumvarpið


Bæjarráð samþykkir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

11. Laun kjörinna fulltrúa (2019090332)

Bæjarráð leggur til að laun kjörinna fulltrúa verið ekki hækkuð á árinu 2020. Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. maí 2020.